Leiga sem nemur 5% af okkar framlagi til kaupverðs eignarinnar reiknast árlega.
Leigan er ekki greidd mánaðarlega, heldur er gerð upp við sölu eignarinnar eða við lok samnings.
Leigan er verðtryggð, og gjaldfallin leiga ber verðbætur frá gjalddaga þar til hún er greidd.
Ef söluandvirði nægir ekki til að standa undir uppgjöri eftir að fasteignalán hefur verið greitt upp, fellur leigan niður.